Eitt af undirstöðuatriðum í því að skilja rafmagn er að átta sig á eðli þess og efni.

Verklegu æfingarnar á þessum vef eru unnin uppúr lokaverkefni til B.Ed. prófs frá Háskóla Íslands.
Verkefnið var unnið af Dagbjörtu Dúnu Rúnarsdóttur vorið 2018 og var leiðbeinandi verkefnisins Haukur Arason, Dósent við Menntavísindasvið Háskóla íslands.

Æfingarnar eru þannig uppbyggðar að hægt er að sjá eitthvað gerast sem er svo tengt við hugtök sem eykur skilning á þeim og því sem gerist.

Námsefninu er skipt upp í þrjá flokka; Stöðurafmagn, Straumrásir og Spennugjafa. Verkefnin eru ætluð nemendum í grunnskóla.
Flokkurinn um stöðurafmagn getur hentað öllum aldurshópum en hinir tveir eru hugsaðir sem námsefni á unglingastigi.

Hver æfing á ekki að taka lengri tíma en 5 til 10 mínútur sé efniviður og aðstaða til staðar.

Til þess að æfingarnar nýtist sem best verður að fylgja verklagi vel. Velta því vandlega fyrir þér sem sést gerast og lesa það sem er til umhugsunar áður en lesnar eru skilgreiningar og útskýringar.

verkefni copy

Hægt er að nálgast verklegu æfingarnar til útprentunar, kennsluleiðbeiningar og greinagerð um verkefnið á rafrænum varðveisluvef Háskóla Íslands.

Námsefnið nýtist best ef reynt er að hafa gaman af, spyrja spurninga og prufa sig áfram til að skilja efnið betur.

Ef eitthvað er óljóst eða aðstoð vantar við að framkvæma verklegu athuganirnar er alltaf hægt að tala við kennara, fá samnemenda til samvinnu eða hafa samband við höfund ef eitthvað virðist vera að uppsetningu eða aðferð.

Góða skemmtun!